Opnuðu vefverslun fyrir karla með skegg

Hannah.is er ný vefverslun sem býður upp á úrval tækifærisgjafa …
Hannah.is er ný vefverslun sem býður upp á úrval tækifærisgjafa handa körlum. Ljósmynd/Hannah.is

„Okk­ur fannst vera skort­ur á tæki­færis­gjöf­um handa karl­mönn­um og vörum til þess að hirða allt þetta fína skegg sem er komið í umferð“ seg­ir Ein­ar Óskar Sig­urðsson, sem á dög­un­um opnaði vef­versl­un­ina Hannah.is ásamt kær­ustu sinni, Heiðrúnu Örnu Friðriks­dótt­ur.

Ein­ar og Heiðrún hafa unnið að opn­un versl­un­ar­inn­ar undanfarnar vikur, sam­hliða því að vera í fullu starfi og sinna börn­um sín­um fjór­um. „Okk­ur langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt sam­an. Við höf­um því nýtt kvöld­in og helgarn­ar í það að stússa í þessu,“ seg­ir Ein­ar.

Fáar en vandaðar vör­ur í boði

Hugmyndina fengu þau fyr­ir nokkru síðan, en að sögn Ein­ars var und­ir­bún­ings­ferlið ekki langt. „Við kýld­um bara á þetta og lögðumst yfir in­ter­netið,“ seg­ir hann, en versl­un­ina opnuðu þau þann 28. nóv­em­ber sl. Ein­ar hef­ur starfað í vef­geir­an­um um nokk­urt skeið og þekk­ir vel inn á vef­versl­an­ir, svo fyr­ir­staðan var eng­in.

Verslunin býður upp á gæðavör­ur, keypt­ar beint frá hönnuði eða fram­leiðanda milliliðalaust. „Við fund­um hluti sem okk­ur fannst fal­leg­ir og völd­um þá hönnuði sem okk­ur leist best á. Mark­miðið til að byrja með var að vera aðeins með tíu vör­ur en svo fund­um við bara svo margt fal­legt að við breytt­um því fljótt,“ seg­ir Ein­ar, og bæt­ir við að það verði á bil­inu 15-20 vör­ur í vef­versl­un­inni hverju sinni.

„Við erum með lang­an lista af vör­um sem okk­ur lang­ar að setja inn, en við erum að prófa okk­ur áfram. Mark­miðið er að vera lif­andi og ekki alltaf með sömu vör­urn­ar í boði.“

Halda vöru­verðinu niðri

Hjú­in leggja mikið upp úr því að vera sam­keppn­is­hæf við verðin úti, og seg­ir Ein­ar það ganga upp þar sem versl­un­in er ein­ung­is á net­inu. „Við get­um haldið vöru­verðinu niðri því við erum ekki með sömu álagn­ingu og versl­an­ir með mikla yfirbyggingu.“ 

Vefsíðan er mjög nota­leg, og seg­ir Ein­ar mark­miðið vera það að fólk fái sömu upp­lif­un og það fær þegar það labb­ar inn í notalega versl­un. „Við leggjum mikið upp úr per­sónu­legri þjón­ustu og reynum að nálgast kúnnann af sömu virðingu og vinsemd og kaupmaðurinn við búðarborðið.“

Stefna að opnun fleiri vefverslana á nýju ári

Að sögn Ein­ars hafa viðtök­urn­ar verið gríðarlega góðar. „Þetta er nán­ast að springa áður en mesta jólatraffík­in er haf­in og margar vörur uppseldar í bili. En það er að sjálf­sögðu lúxusvanda­mál.“ Þá seg­ir hann stærst­an hluta kúnna­hóps­ins hafa verið kon­ur að versla gjaf­ir fyr­ir karl­menn en mikið sé um að karlar séu að leita sér að góðum náttúrulegum vörum til þess að hirða skeggið. 

Loks seg­ir hann stefn­una vera setta á það að opna fleiri sér­hæfðar vef­versl­an­ir með per­sónu­legri þjón­ustu á nýja ár­inu. „Önnur einföld versl­un með hlý­leg­an og þægi­leg­an anda mun að öll­um lík­ind­um opna fljót­lega á ár­inu 2015.“

Heimasíða Hannah.is

Facebook-síða Hannah.is

Skeggolía er meðal þess sem er til sölu á Hannah.is.
Skeggolía er meðal þess sem er til sölu á Hannah.is. Ljósmynd/Hannah.is
Vörurnar eru afar vandaðar að sögn eigenda Hannah.is.
Vörurnar eru afar vandaðar að sögn eigenda Hannah.is. Ljósmynd/Hannah.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK