Lætur af stjórn H.F. Verðbréfa

Andri Guðmundsson
Andri Guðmundsson

Andri Guðmundsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa um áramótin en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2005 og gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í janúar 2011.

Haft er eftir honum í fréttatilkynningu að þau ár sem hann hafi stýrt H.F. Verðbréfum hafi verið annasöm og afar lærdómsrík. Komið sé hins vegar að tímamótum hjá honum og fjölskyldu hans þar sem ætlunin sé að flytja til Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Hann muni áfram gegna starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar fyrirtækisins.

Þá segir að eiginkona Andra, Brynja Vala Bjarnadóttir, hafi ráðið sig sem lækni á Danderyd-sjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem hún ætli einnig að stunda sérnám í húðlækningum. Þau eiga þrjú börn á aldrinum 1-5 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK