Óþekkt fyrirtæki það heitasta

Fyrirtækið Zenefits hefur byggst hratt upp í kjölfar breytinga á …
Fyrirtækið Zenefits hefur byggst hratt upp í kjölfar breytinga á sjúkratryggingakerfisins í Bandaríkjunum. Það er í fyrsta sæti lista Forbes yfir „heitustu“ nýsköpunarfyrirtækin. Mynd/Zenefits

Á hverju ári tekur tímaritið Forbes saman lista yfir „heitustu“ nýsköpunarfyrirtækin, en það eru þau fyrirtæki sem hafa séð mesta hækkun í verðmati milli tveggja fjárfestingafasa. Nokkur þekkt fyrirtæki komast á listann, eins og Uber, Lyft og Airbnb, en það er þó nýlegt fyrirtæki sem er Íslendingum að mestu óþekkt sem leiðir listann.

Zenefits heitir fyrirtækið, en það safnaði 17 milljón dölum í fyrstu fjárfestingalotu sinni í janúar. Í ágúst safnaði það svo aftur 61 milljón dala og var þá heildarverðmat þess metið 650 milljón dalir. Það nemur um 82 milljörðum íslenskra króna.

Ástæða þess að Zenefits er svo til óþekkt utan Bandaríkjanna er að það sérhæfir sig í að þjónusta lítil og meðalstór fyrirtæki í Bandaríkjunum og hjálpar þeim að kaupa sjúkratryggingar fyrir starfsmenn sína.

Hingað til hafa flest fyrirtæki notað tryggingamiðlara til að kaupa þessar tryggingar, en þeir hafa svo fengið prósentu fyrir hverja sölu. Zenefits virkar á svipaðan hátt, en þar fá fyrirtæki ókeypis aðgang að kerfinu og geta svo fundið hagstæðasta valkostinn varðandi tryggingarnar. Zenefits fær svo prósentu af hverri sölu.

Á fyrstu 18 mánuðunum eftir að forritið var gefið út fór viðskiptavinafjöldinn upp í 2.000 fyrirtæki með 50.000 starfsmenn. Frá ágúst á þessu ári og til október tvöfaldaðist svo fjöldi viðskiptavina og ljóst að miklir tekjumöguleikar eru hjá þessu nýja fyrirtæki.

Þetta er einn hraðasti vöxtur hugbúnaðarfyrirtækis sem um getur, en í upphafi árs var starfsmannafjöldi þess 15 manns. Núna í desember var fjöldinn komin upp í um 470 og áformar að ráða um 1.300 manns til viðbótar á næstu misserum.

Í öðru sæti listans er svo fyrirtækið Thumbtack, en með lausn fyrirtækisins er gert auðveldara fyrir neytendur að finna þjónustuaðila, svo sem pípara, vefhönnuði, kokka o.s.frv.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK