Um þrefalt dýrara að fljúga frá Íslandi

Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður opin á jóladag fyrir eitt flug.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður opin á jóladag fyrir eitt flug. Sigurgeir Sigurðsson

Eftirspurn eftir flugi á jóladag virðist mun minni á Íslandi en í Sviss ef litið er til mismunar á fargjaldi í einu vélina sem lendir í Keflavík á jóladag. Í dag þarf til að greiða tæpar 33 þúsund krónur fyrir flugmiða frá Genf til Keflavíkur þann 25. desember en farmiðinn héðan, þennan sama dag, er á um 12 þúsund krónur. Þeir sem vilja innrita farangur borga aukalega fyrir þá þjónustu hjá easyJet.

Þetta kemur fram í frétt Túrista. Flugstöðinni verður haldið opinni fyrir þessa einu vél sem lendir um klukkan 16 og fer aft­ur um klukkan 17.Starfsfólk flugvallarins verður ræst út og ætlast Isavia til þess að versl­an­ir séu opn­ar við all­ar brott­far­ir. Þá bjóða bæði Airport Express og Flugrútan upp á ferðir til og frá flugstöðinni í tengslum við þetta eina flug.

Fáir í brottfararsalnum

Útlit er því fyrir að það heldur fáir viðskiptavinir verði í verslununum og á veitingastöðunum í brottfararsal flugstöðvarinnar á jóladag en að öllu fleiri farþegar verði að koma til landsins. Bæði Airport Express og Flugrútan bjóða upp á ferðir til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í tengslum við þetta eina flug.

Millilandaflug frá Keflavík hefur hingað til legið niðri á jóladag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK