Merkel hefur fulla trú á Renzi

Blaðamannafundur þeirra Renzis og Merkels var haldinn í Flórens með …
Blaðamannafundur þeirra Renzis og Merkels var haldinn í Flórens með hina sögufrægu styttu af Davíð eftir Michelangelo í bakgrunni. EPA

Angela Merkel lýsti því yfir eftir að hafa fundað með Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, í dag að hún hafi fulla trú á því að efnahagsaðgerðir hans muni koma þjóðinni til góðs. Renzi hefur boðað miklar breytingar á stjórnskipun og kosningafyrirkomulagi landsins á næstu misserum. 

„Ég trúi ekki að ákvörðun Evrópska seðlabankans muni hægja á breytingunum á Ítalíu. Ég býst ekki við öðru en að hugmyndir hans verði að veruleika,“ sagði Merkel. 

Renzi er einnig sagður vilja beita sér fyrir því að fastar verði tekið á skattaundanskoti og gera breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. 

Merkel og Renzi eru þó ósammála um kaup evrópska seðlabankans á skuldabréfum á markaði. Merkel hefur lýst yfir áhyggjum af því að þetta muni gera stjórnvöldum auðveldara að bæta við skuldir sínar, í stað þess að fara í aðgerðir sem miða að nauðsynlegum niðurskurði og sparnaði. 

Renzi aftur á móti telur að skuldabréfakaupin eigi eftir að vera innspýting í hagkerfið, auka hagvöxt og fjölga störfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK