Eyðsla ferðamanna minnkaði

Ferðamenn í Reykjavík.
Ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Á árinu 2014 var mestur vöxtur í þeim hluta ferðaþjónustu sem tengist skipulegum ferðum eins og hvalaskoðun, rútuferðum undir leiðsögn, gönguferðum eða öðrum sambærilegum ferðum, ef mælikvarðinn er kortavelta erlendra ferðamanna en vxturinn nemur 56,5 prósentum ef borin er saman heildarvelta milli áranna 2013 og 2014.

Sá útgjaldaliður sem erlendir ferðamenn greiddu hins vegar hæstu upphæðir fyrir árið 2014 var gistiþjónusta sem nam 22,3 milljörðum króna og var þar 23,3% hærri upphæð en árið áður.

Norðmenn eyða mestu

Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 121 þúsund krónur í desember sem er 3,0% lægri upphæð en í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða lækkaði raunveltan um 3,8% á milli ára.

Ferðamenn frá Noregi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum. E.t.v. hafa þar að einhverju leyti verið á ferðinni fólk í jólafríi sem á uppruna sinn á Íslandi en eru búsettir í Noregi og eru með þarlend greiðslukort

25% aukning milli ára

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 6,5 milljarðar króna í desember sem er 1,3 milljarði króna meira en í sama mánuði í fyrra og nam aukningin 25% á milli ára. Þetta er sama hlutfallslega aukning og þegar borin er saman erlend kortavelta hér á landi allt árið 2014 við allt árið 2013, veltuaukningin var 25%.

Hæstu upphæðum í desember vörðu útlendingar til kaupa í verslunum 1,4 milljarði króna, litlu lægri upphæð til skipulegra ferða með ýmsum ferðaþjónustuaðilum 1,3 milljarður kr., og þriðja hæstu upphæðinni var varið til hótela og gistihúsa eða 1,1 milljarði kr. Mest hlutfallsleg aukning í kortaveltu erlendra ferðamanna frá desember í fyrra var í skipulögðum skoðunarferðum sem ferðaþjónustuaðilar bjóða. Aukningin í þeim útgjaldalið nam 67% á milli ára.

Mest í dagvöruverslun

Í desember var dagvöruverslun sú tegund verslunar þar sem erlendir korthafar vörðu hæstri upphæð eða 245 milljónum króna, en það er um 25% aukning frá desember árinu áður. Næst mest velta var í fataverslunum, og er það líklega aðallega talin útivistarföt, eða 241 milljónir kórna. Annars dreifist veltan á margar tegundir verslana; gjafa- og minjagripaverslanir, áfengisverslanir, bókabúðir o.fl.

Rannsóknarsetur verslunarinnar greinir frá þessu.

Ferðamenn mynda Hallgrímskirkju.
Ferðamenn mynda Hallgrímskirkju. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK