Verða líklega hluti af Krua Thai

Eigendur Skyrtu héldu í upprunalegar innréttingar frá árinu 1947.
Eigendur Skyrtu héldu í upprunalegar innréttingar frá árinu 1947. Mynd af vefsíðu Skyrtu.is

Nýir eigendur Skólavörðustígs 21 hafa tekið vel í hugmyndir um að halda innréttingunni í Fatabúðinni að sem stærstum hluta og laga hana að þeirri starfsemi sem verður í húsinu samkvæmt upplýsingum frá Minjastofnun. Mbl hefur áður greint frá því að veitingastaðurinn Krua Thai verður opnaður í húsrýminu en Sonja Lampa, eig­andi veit­ingastaðar­ins, festi kaup á húsnæðinu í nóvember sl.

Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stofnunina hafa fundað með eigandanum þar sem hann gerði grein fyrir fyrirætlunum sínum með húsnæðið og innréttinguna. Þá verða að líkum í næstu viku lagðar fram teikningar þar sem möguleg hönnun rýmisins verður kynnt. 

Aðspurður segir hann að mörulega verði þá einnig farið fram á einhvers konar vernd yfir þeim hluta innréttingarinnar sem eftir mun standa. 

In­rétt­ing­arn­ar eru frá ár­inu 1947 og því 68 ára gamlar. Fata­búðin var opnuð í hús­inu árið 1927 þegar stofnað var úti­bú á Skóla­vörðustíg, en höfuðstöðvar versl­un­ar­inn­ar voru þá í Hafn­ar­stræti 16. Til skamms tíma var versl­un­in því rek­in á báðum stöðum.

Fyrri fréttir mbl:

Innréttingarnar skyndifriðaðar?

„Synd fyrir miðbæinn“

Krua Thai í stað Fatabúðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK