Bjarni: Taka stökkið í góðri trú

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var með erindi á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var með erindi á fundinum í morgun. mbl.is/Ómar

Höftin verða aldrei afnumin ef markmiðið er að vita nákvæmlega hvað gerist í kjölfarið. Á endanum snýst þetta um að taka stökkið í góðri trú. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, sem fór fram í Hörpu í morgun undir yfirskriftinni „Ísland án hafta“.

Bjarni sagði að aðstæður til losunar hafta væru góðar; lág verðbólga, góðar atvinnuhorfur, vöxtur í fjárfestingu og ekki væru margir þættir til staðar sem ógna þeim stöðugleika. Hann sagði að markmiðið væri ekki að ná fram miklum vexti eftir losun haftanna heldur væri lykilatriðið að ná fram stöðugleka og að landsmenn ættu að geta haldið áfram með líf sitt að því loknu.

Líta á vandamálin í Evrópu

Aðspurður um áhuga fjárfesta á Íslandi sagði hann að þeir fylgdust með á hliðarlínunni. Ef haldið yrði áfram á réttri braut, skuldir greiddar niður og skipulagi yrði komið á fjármálamarkaði væri stoðum jafnframt rennt undir efnahaginn sem laða fjárfesta til landsins.

Þá sagði hann að fínstilla þyrfti peningamálastefnuna að því loknu og þegar talið barst að því að fela öðrum stjórnina benti hann á að hægt væri að lítast um í Evrópu og skoða vandamálin sem eru þar til staðar og hvað það feli í sér að vera hluti af sameiginlegri stefnu þegar hlutirnir fara á slæman veg.

Þá nefndi hann einnig að bönkum yrði ekki heimilt að safna erlendum innistæðum án eftirlits eftir afnám haftanna og að annað Icesave mál yrði því ekki til.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK