Gæti orðið alþjóðlegt útboð

Útboð á fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fer fram fyrir …
Útboð á fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fer fram fyrir 30. júní. Sigurgeir Sigurðsson

Fjármálaþjónusta í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar var ekki boðin út í haust líkt og til stóð vegna anna við val á nýjum rekstraraðilum á brottfararsvæði flugstöðvarinnar. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir leigusamning Landsbankans hafa runnið út um áramótin líkt og aðrir leigusamningar á flugvellinum.

Samningurinn var þó framlengdur til 30. júní nk. þar sem ekki varð af útboðinu í haust, en Friðþór segir að ráðist verði í það áður en leigusamningurinn rennur út.

Uppsagnir velta á starfseminni

Landsbankinn hefur sagt upp öllum þrettán starfsmönnum útibúsins í flugstöðinni en upp­sagnirnar verða afturkallaðar haldi bankinn starfseminni áfram að því er fram kemur í tilkynningu Landsbankans.

Aðspurður hvort innlendum jafnt sem erlendum fjármálastofnunum muni bjóðast að taka þátt í útboðinu bendir Friðþór á að forvalið á rekstraraðilum í flugstöðinni hafi verið alþjóðlegt og að eins gæti orðið með fjármálaþjónustuna.

Frétt mbl.is: Hópuppsagnir hjá Landsbankanum

Í tilkynningu Landsbankans kemur jafnframt fram að bankinn muni taka þátt í útboði Isa­via þegar það verður aug­lýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK