Mikill viðsnúningur hjá Nýherja

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Mynd/Nýherji

Síðasta rekstrarár var eitt það besta í sögu Nýherja og nam hagnaður fyrirtækisins um 259 milljónum króna samanborið við 1,6 milljarða tap árið áður. Hagnaður Nýherja á fjórða ársfjórðungi nam 110 milljónum króna samanborið við 496 milljón króna tap á árinu 2013.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 827 milljónum, eða um 7,2% af veltu fyrirtækisins. EBITDA á fjórða ársfjórðungi nam 241 milljón króna. Rekstrarhagnaður nam 528 milljónum fyrir árið í heild og 167 milljónum króna á fjórða ársfjórðung

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, bendir á að sveiflur í rekstri á undanförnum árum torveldi samanburð milli ára en engu að síður sé ljóst að síðasta rekstrarár sé eitt það besta í ríflega 20 ára sögu félagsins og mjög jákvæður viðsnúningur frá árinu 2013. 

Þarf að bæta eiginfjárstöðu

„Góð niðurstaða ársins 2014 er ánægjuleg staðfesting þess að nýjar áherslur í rekstri Nýherja eru til þess fallnar að skapa verðmæti fyrir eigendur, viðskiptavini og samfélagið allt. Þótt stór skref hafi verið stigin á síðasta ári, er umtalsverð vinna eftir, til að treysta afkomu og bæta eiginfjárstöðu félagsins, sem er of lág,“ er haft eftir Finni í tilkynningu.

„Þar horfum við til áframhaldandi hagræðingar í rekstri og breytinga á félagaskipan Nýherja. Aðskilnaður rekstrar TEMPO frá TM Software ehf. er mikilvægt skref í þessari vegferð. Við náum að skerpa áherslur í sérhæfðri hugbúnaðarþróun á vegum TM Software. Um leið verður TEMPO vörumerkið sýnilegra og fleiri tækifæri verða til samstarfs við utanaðkomandi aðila um að styðja við hraðan vöxt, m.a. með tengslamyndun og fjármögnun á vöruþróun og markaðsstarfi,“ er haft eftir Finni.

Nýherji.
Nýherji.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK