Hagnaður VÍS 1,7 milljarðar

Hagnaður Vátryggingafélags Íslands eftir skatta dróst saman milli ára og nam rúmum 1,7 milljörðum króna samanborið við rúma 2,1 milljarða á síðasta ári. Í afkomutilkynningu segir að afkoma félagsins af vátryggingum hafi verið undir væntingum og þá sérstaklega afkoma af eignatryggingum og ökutækjatryggingum.

Þá var tjónaþungi ársins meiri en búist var við í upphafi árs og skýrist hann annars vegar af aukinni tjónatíðni og hins vegar af fjölgun stærri tjóna. Rekstrarkostnaður lækkaði á móti en stjórnendur hafa lagt áherslu á einföldun og aukna skilvirkni í rekstri.

Umfangsmiklar fjárfestingar

Í afkomutilkynningu er greint frá því að félagið standi í umfangsmiklum fjárfestingum í innviðum þar sem unnið er að innleiðingu á staðlaðri lausn trygginga- og tjónakerfis í samstarfi við danska hugbúnaðarfyrirtækið TIA Technology A/S. Væntingar eru um að það muni skila ávinningi í bættum þjónustuferlum og hagkvæmni í rekstri. 

Iðgjöld stóðu nánast í stað milli ára og námu um 16 milljörðum króna. Framlegð af vátryggingarekstri var 46 milljarðar. Rekstrarkostnaður lækkaði frá fyrra ári og var kostnaðarhlutfallið 21,4%. Fjármunatekjur námu 2,4 milljörðum og drógust saman frá fyrra ári er þær námu um 2,6 milljörðum. Heildareignir jukust þá lítillega og námu 46,5 milljörðum samanborið við 46,4 milljarða í fyrra.

Eigið fé félagsins dróst saman milli ára og nam 15,9 milljörðum samanborið við 16,6 milljarða á árinu 2013 og var eiginfjárhlutfallið 34,3% í lok árs.

Stjórn félagsins hefur lagt til að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 1,03 á hlut. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um 2.500 milljónir króna fyrir árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK