Ætla ekki að gefast upp á A380

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hyggst ekki gefast upp á ofurþotunni A380 þrátt fyrir að hún pantanir hafi látið á sér standa. Tom End­ers, for­stjóri Air­bus Group, segir þau flugfélög sem tekið hafa ofurþotuna í notkun lofa hana í hástert og eins farþegar sem ferðast hafa með henni.

Enders var í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, þar sem hann var spurður í út A380 og hvort ekki væri heillavænlegast fyrir Airbus að hætta framleiðslu hennar. Enders sagði um tuttugu pantanir hafa borist í fyrra sem væri ekki svo slæmt. Vissulega þurfi fleiri pantanir og unnið sé að því að fjölga þeim á þessu ári. Þá sé sílfelt unnið að endurbótum á þotunni. „Ég er bjartsýnn fyrir hönd stóra fuglsins,“ sagði Enders en A380 er stærsta farþegaþota heims.

<iframe frameborder="0" height="500" src="http://emp.bbc.co.uk/emp/embed/smpEmbed.html?playlist=http%3A%2F%2Fplaylists.bbc.co.uk%2Fnews%2Fbusiness-31661263A%2Fplaylist.sxml&amp;title='Positive%20outlook%20for%20A380%20jumbo'%20says%20Airbus%20boss%20Tom%20Enders&amp;product=news&amp;lang=en-gb" width="400"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK