Aldrei fleiri á hótelum

Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða …
Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. mbl.is/Árni Sæberg

Gistinætur á hótelum í janúar voru 161.400 sem er 35% aukning miðað við janúar 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 41% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 3%.

Nýting herbergja í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 83%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting rúm 44%.

Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 15.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar 59.700, Bandaríkjamenn með 25.500, og Þjóðverjar með 7.700 gistinætur, segir á vef Hagstofu Íslands en þar er hægt að skoða þróunina síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK