Verð hækkaði mest á Vöngum

Verð hækkaði mest og minnst í Hafnarfirði.
Verð hækkaði mest og minnst í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Munurinn á milli dýrustu og ódýrustu hverfanna á höfuðborgarsvæðinu er enn að aukast og virðist þróun undanfarinna tveggja ára minna dálítið á árin 2004-2006, þegar verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa jókst töluvert. Svo virðist sem íbúðir í miðlægum hverfum í Reykjavík og í Garðabæ og Seltjarnarnesi hækki meira en íbúðir á öðrum svæðum.

Þrátt fyrir þetta var ekkert af dýrari hverfunum, fyrir utan Seltjarnarnes, í hópi þeirra hverfa þar sem verð hækkaði mest. Á milli áranna 2013 og 2014 hækkaði verð mest á Vöngum í Hafnarfirði, um 19%, og í Voga- og Hólahverfum, um 17%. Minnstu hækkanirnar voru í Bergum í Hafnarfirði, um 3%, og í Kórum, Hvörfum og Þingum, um 5%.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK