Féð ekki í vörslu Seðlabankans

Fjármunir í eigu breskra bæjarráða hafa ekki verið í vörslu Seðlabanka Íslands líkt og fram kom á fréttavefnum TheCourier.co.uk í gær og bankinn stundaði ennfremur ekki ráðgjöf um aðkomu að gjaldeyrisútboði sem fram fór á vegum hans í síðasta mánuði frekar en í fyrri útboðum. Þetta kemur fram í svari frá Seðlabanka Íslands vegna fréttarinnar.

Samkvæmt frétt breska fréttavefsins hefur bæjarráð Perth and Kinross í Skotlandi endurheimt nær allt það fé sem ráðið átti inni á reikningi í Glitni fyrir bankahrunið. Ennfremur að fjármunirnir hafi verið í vörslu Seðlabankans frá árinu 2012 og að breskum bæjarráðum hafi verið tjáð að þau gætu notað fjármunina til þess að taka þátt í gjaldeyrisútboðinu í síðasta mánuði til þess að fá krónum breytt í evrur sem síðan væri hægt að millifæra til Bretlands.

Fram kemur í svari Seðlabankans að viðskiptabankarnir hafi haft milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Gerðar hafi verið breytingar á útboðsskilmálum eins og tilkynnt hafi verið um í desember. Breytingin hafi falið í sér „að heimila viðskiptabönkum að safna tilboðum sem byggðu á krónueign erlendra aðila sem komin var til vegna greiðslu innlends þrotabús á kröfum sem viðurkenndar eru samkvæmt 109. – 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Markmið breytingarinnar var að gera erlendum kröfuhöfum kleift að taka þátt í útboðinu með fjármunum sem voru tilkomnir vegna greiðslu þrotabús á viðurkenndum forgangskröfum.

Svar Seðlabankans í heild:

„Með tilkynningu sem birt var 19. desember 2014 á heimasíðu Seðlabanka Íslands í aðdraganda útboðs sem haldið var 10. febrúar 2015 vegna kaupa SÍ á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri var greint frá breytingu á útboðsskilmálum. Breytingin fólst í að heimila viðskiptabönkum að safna tilboðum sem byggðu á krónueign erlendra aðila sem komin var til vegna greiðslu innlends þrotabús á kröfum sem viðurkenndar eru samkvæmt 109. – 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Markmið breytingarinnar var að gera erlendum kröfuhöfum kleift að taka þátt í útboðinu með fjármunum sem voru tilkomnir vegna greiðslu þrotabús á viðurkenndum forgangskröfum. Ekki er rétt að fjármunir erlendra kröfuhafa hafi verið í vörslu Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands stundaði ekki ráðgjöf um aðkomu að útboðinu frekar en í fyrri útboðum. Viðskiptabankarnir höfðu milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK