Óvenjulegt vegna hárra arðgreiðslna

Skráð íslensk félög greiða um 24 milljarða til hluthafa í …
Skráð íslensk félög greiða um 24 milljarða til hluthafa í vor. mbl.is/Golli

Útlit er fyrir að skráð íslensk félög í Kauphöll Íslands greiði samtals um 24 milljarða króna til hlutafa nú á vormánuðum. Þessar arðgreiðslur eða kaup á eigin bréfum samsvara um 4,4% af markaðsvirði félaganna.

Arðgreiðslurnar eru viðameiri en í fyrr þegar félögin greiddu liðlega 20 milljarða króna til hluthafa í formi arðs og endurkaupa á eigin bréfum. Svo háar arðgreiðslur eiga þó ekki að koma á óvart samkvæmt Greiningardeild Arion banka þar sem þær endurspegla sterka fjárhagsstöðu skráðra félaga um þessar mundir.

Útlit er fyrir að á yfirstandandi ári verði arðgreiðslur/kaup eigin bréfa þannig enn viðameiri heldur en í fyrra. Þá greiddu félögin liðlega 20 milljarða króna til hluthafa í formi arðs og endurkaupa á eigin bréfum.

N1 og tryggingafélögin greiða háan arð

Stærstu arðgreiðslurnar í ár koma frá félögum sem telja meiri skuldsetningu hagkvæmari, hyggja ekki á verulegar fjárfestingar eða fjármagnsfrekan vöxt. N1 og tryggingafélögin þrjú ætla þannig að greiða út hærri fjárhæð en sem nemur hagnaði ársins.

Hluthafar þeirra félaga, þar sem vænta má töluverðra fjárfestinga á komandi árum, eins og Icelandair, HB Granda og Eimskips, munu á hinn bóginn fá mun lægri hluta hagnaðar greiddan út í arð. Þá á eftir að koma í ljós að hve miklu leyti skráð félög munu kaupa eigin hluti á markaði á árinu en bæði Össur og Vodafone voru t.d. stórir kaupendur eigin bréfa á liðnu ári.

Yfirstandandi ár verður óvenjulegt m.t.t. hárra arðgreiðslna og ekki þess að vænta að stór hluti fyrirtækja greiði að jafnaði hærri fjárhæð en hagnað liðins árs til hluthafa. Það breytir því ekki að fjárhagsstaða, fjármagnshöft og framtíðarhorfur gefa tilefni til að reikna með fínum argreiðslum frá skráðum félögum á komandi árum samkvæmt því sem fram kemur í markaðspunktum Arion banka.

Arðgreiðslurnar eru hærri en í fyrra.
Arðgreiðslurnar eru hærri en í fyrra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK