Vörður hagnast um 385 milljónir

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar.
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar.

Hagnaður Varðar trygginga hf. dróst saman milli ára og nam 385 milljónum eftir skatta en í fyrra nam hagnaðurinn 506 milljónum króna. Helsta skýringin á minni afkomu er aukinn tjónakostnaður sem féll aðallega til á fyrri hluta ársins að því er segir í afkomutilkynningu félagsins.

Iðgjöld ársins námu 5,3 milljörðum króna samanborið við tæpa 5 milljarða árið áður. Tjón jukust þá frá fyrra ári og námu 3,9 milljörðum samanborið við 3,5 milljarða árið áður. Heildareignir í lok ársins námu 10,2 milljörðum króna smanborið við 9,6 milljarða árið áður. Egið fé nam 3,1 milljörðum samanborið við 3 milljarða á fyrra ári. Eiginfjárhlutfall var 30,4% og gjaldþolshlutfall 3,29.

Haft er eftir Guðmundi Jóhanni Jónssyni, forstjóra Varðar, í tilkynningunni að reksturinn hafi gengið vel og að hlutdeild Varðar á íslenskum tryggingamarkaði sé að aukast sem stuðli að aukinni samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur. „Það er ánægjulegt hversu vel einstaklingar og fyrirtæki hafa tekið okkur sem traustum valkomsti á móti stóru tryggingafélögunum,“ segir Guðmundur.

Vörður tryggingar hf. er í eigu færeyska bankans BankNordik (áður Føroya Bank) sem er skráð félag í Kauphöll Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK