Zuckerberg er með eina ráðningarreglu

Mark Zuckerberg
Mark Zuckerberg AFP

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segist fara eftir einni reglu við ráðningar á nýju starfsfólki. „Ég mun aðeins ráða einhvern til þess að vinna fyrir mig ef ég væri sjálfur til í að vinna fyrir hann,“ sagði Zuckerberg, þar sem hann tók við spurningum ráðstefnugesta í Barcelona í gær.

Þá sagði hann mikilvægt að halda teyminu eins litlu og mögulegt væri. „Facebook þjónustar meira en milljarð manna víðs vegar um heiminn, en í teyminu okkar eru færri en tíu þúsund manns. Þetta er einungis hægt vegna nútímatækni. Ofþensla verður hjá stórum fyrirtækjum,“ sagði hann. 

Stofnaði Facebook 19 ára

Þá hvatti hann gesti áfram og sagði mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér þar sem allir hefðu eitthvað sérstakt til brunns að bera. „Þegar þú ert ungur heyrirðu gjarnan að þú sért of reynslulítill. Að aðrir hafi meiri reynslu. Ég stofnaði Facebook þegar ég var nítján ára,“ sagði hann.

Zuckerberg var spurður um reglur fyrirtækisins um ritskoðun og sagðist vilja veita sem flestum vettvang til þess að tjá sig. Hins vegar sé hvert tilfelli skoðað sérstaklega og að ritskoðun sé ekki viðhöfð ef hún hefur of víðtæk áhrif. „Línan á milli þess sem er ósatt og þess sem menn eru ósammála um er oft óskýr,“ sagði hann en bætti þó við að efni sem beinlínis hvetur til ofbeldis sé umsvifalaust fjarlægt.

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK