Pútín lækkar laun sín um 10%

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað í morgun að lækka laun helstu embættismanna landsins, þar á meðal sín eigin. Nemur launalækkunin um tíu prósentum.

Á sama tíma tilkynnti forsetinn að ráðuneytin í Moskvu þyrftu að spara um 10% á næstu mánuðum og að rússneskum embættismönnum myndi jafnframt fækka um 5-20%.

Ástæðan er sögð sú að efnahagur landsins er á fallandi fæti. Gengi rúblunnar hefur veikst umtalsvert upp á síðkastið og þá hefur olíuverð farið hríðlækkandi, eins og kunnugt er.

Launalækkunin gildir frá 1. mars og til áramóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK