Stofnar nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Eva Magnúsdóttir
Eva Magnúsdóttir Bragi Þór Jósefsson

Podium ehf. er nýtt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í almannatengslum, markaðsmálum, stefnumótun og breytingastjórnun. Stofnandi þess og eigandi er Eva Magnúsdóttir stjórnendaráðgjafi, samkvæmt tilkynningu. 

Eva sat í framkvæmdastjórn Mílu í sjö ár þar sem hún bar m.a. ábyrgð á stefnumótun hjá fyrirtækinu, auk sölu-, markaðs-, ímyndar- og þjónustumála. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður samskipta hjá Símanum og var talsmaður fyrirtækisins við fjölmiðla. Eva hefur auk þess starfað sem ráðgjafi í markaðs- og almannatengslum hjá KOM og var blaða- og fréttamaður um langt skeið. Hún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótum, diplómu í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla og BS-gráðu í þjóðháttafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Podium er til húsa á Suðurlandsbraut 22, segir ennfremur í tilkynningu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK