Hagnaður af rekstri Seðlabankans

Már Guðmundsson seðlabankastjóri
Már Guðmundsson seðlabankastjóri Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hagnaður Seðlabankans á árinu 2014 nam 11,2 milljörðum króna en til samanburðar var 8,2 milljarða tap af starfseminni árið á undan. Að gengismun og tekjuskatti undanskildum var 7,7 milljarða hagnaður af rekstri Seðlabankans á árinu 2014 samanborið við 15,8 milljarða hagnað á árinu 2013.

Árið 2015 uppfyllir bankinn eiginfjármarkmið sitt og þess vegna er öllum hagnaði umfram varasjóð ráðstafað til ríkissjóðs, samtals 1,9 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í ársskýrslu bankans sem var birt í dag.

Seðlabanki Íslands er undanþeginn tekjuskatti en félög í eigu hans greiða tekjuskatt. Gengishagnaður á árinu nam alls 6,1 milljarði króna sem rekja má til styrkingar Bandaríkjadals á árinu samanborið við gengistap upp á 12,2 milljarða króna árið á undan.

Jákvæð breyting varð á afkomu bankans um 19,5 milljarða miðað við 2013.

Verðendurmat erlendra verðbréfa nam 2,7 milljörðum á árinu 2014 og markaðsverð á gulleign bankans lækkaði um 120 milljarða. Virðisrýrnun krafna nam 258 milljónum samanborið við 8 milljarða árið áður.

Rekstrargjöld lækkuðu um 7,7 milljarða

Þjónustugjöld hækkuðu um 204 milljónir króna milli ára. Rekstrargjöld bankans lækkuðu um 7,7 milljarða króna milli ára, að mestu leyti vegna minni virðisrýrnunar krafna. Laun og launatengd gjöld jukust milli ára sem skýrist einkum af kjarasamningsbundnum hækkunum og auknum starfsmannafjölda.

Eignir bankans námu alls 953.598 milljónum króna í árslok 2014 en voru til samanburðar 1.002.185 milljónir í lok ársins 2013. Erlendar eignir minnkuðu á árinu um 41 milljarð sem má rekja til uppgreiðslu á láni við Seðlabanka Noregs og hraðari endurgreiðslu lána við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Eigið fé bankans var 75 milljarðar í árslok 2014 og eiginfjárhlutfall bankans 7,9%. Í árslok 2014 námu erlendar eignir bankans um 55% af heildareignum. Í lok ársins á undan námu erlendar eignir bankans 48% af heildareignum. Ársreikningur bankans er birtur aftar í skýrslunni auk ítarlegra skýringa á einstökum liðum

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK