Páskaegg lækka og hækka í verði

Það má gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. En mbl.is …
Það má gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. En mbl.is minnir af því tilefni á málsháttinn: „Allt kann sá er hófið kann.“ mbl.is/Styrmir Kári

Páskaeggin sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 24. mars sl. hafa lækkað töluvert í verði hjá Nettó, Bónus og Fjarðarkaupum frá sambærilegri könnun sem gerð var í fyrra. Á sama tímabili má sjá miklar hækkanir í verslunum Iceland, Víðis, Nóatúns og Samkaups-Úrvals.

Af þeim verslunum sem hafa lækkað verð hefur Nettó lækkað verð í 12 tilvikum af 13, Fjarðarkaup í 12 tilvikum af 16, Krónan í 9 tilvikum af 14 og Bónus í 8 tilvikum af 10. Á sama tíma er verð eggjanna að hækka hjá Iceland í 15 tilvikum af 15, hjá Víði í 15 tilvikum af 16 og hjá Nóatúni í 10 tilvikum af 13. Aðeins í verslun Hagkaupa er jafnoft um hækkun og lækkun að ræða milli ára.

Miklar verðbreytingar á páskaeggjum 

Sem dæmi um páskaegg sem hefur lækkað oftar í verði en hækkað er Spádómseggið frá Góu en mesta lækkunin er hjá Fjarðarkaupum en þar kostaði stykkið 2.698 kr. í fyrra en kostar nú 2.444 kr. sem er 9% lækkun, hjá Hagkaupum hefur verðið lækkað um 8%, 7% hjá Víði, 6% hjá Nóatúni en minna hjá Bónus og Nettó. Hjá Iceland og Samkaupum-Úrval hefur Spádómseggið hækkað í verði, hjá Iceland um 9% og 12% hjá Samkaupum-Úrvali. Verðið er nánast óbreytt milli ára hjá Krónunni.

Sem dæmi um egg sem hefur oftar hækkað í verði en lækkað er páskaegg nr. 2 frá Nóa Síríus sem hefur hækkað um 16% hjá Samkaup-Úrvali og Víði, um 10% hjá Nóatúni, 8% hjá Iceland, 6% hjá Krónunni og 2% hjá Hagkaupum. Þetta sama egg lækkaði í verði um 3% hjá Bónus og um 6% hjá Fjarðarkaupum.

Frétt mbl.is: 57% verðmunur á páskaeggjunm

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK