Ókeypis páskaegg til æviloka

Það má gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. En mbl.is …
Það má gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. En mbl.is minnir af því tilefni á málsháttinn: „Allt kann sá er hófið kann.“ mbl.is/Styrmir Kári

Áttatíu einstaklingar sem eru fæddir í ágúst árið 2000 fá frítt páskaegg frá Nóa Síríus á hverju ári. Frjálst val er um tegundina en flestir taka páskaegg númer sjö. 

Þegar sælgætisgerðin Nói Síríus varð áttatíu ára á árinu 2000 var lagt upp í áttatíu verkefni í tilefni þess. Eitt þeirra fól í sér æviáskrift að páskaeggjum. Áttatíu fyrstu foreldrarnir sem skráðu barnið sitt, sem fætt var í ágúst, áttunda mánuði ársins, tryggðu því æviáskrift að páskaeggjum.

„Núna fimmtán árum síðar eru þessu börn ennþá að koma og sækja eggin sín,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa. Hann kom sjálfur að verkefninu á sínum tíma og þykir því vænt um að taka á móti krökkunum. Aðspurður hvort allir innheimti eggin sín árlega segir hann einhverja hafa flutt erlendis en flestir komi þó. 

Krakkarnir fengu útfyllt skjal þegar æviáskriftin var veitt fyrir fimmtán árum og Kristján segir marga þeirra hafa rammað það inn og hengt upp á vegg. 

Ekki útilokað að fleiri eigi séns á æviáskrift

Hann segir krakkana fá hefðbundið páskaegg númer sjö en bætir þó við að þau megi velja aðra tegund ef þeim sýnist. Flestir taki þó stærsta og veglegasta eggið. Samkvæmt verðkönnun ASÍ sem birt var á dögunum kostar páskaegg númer sjö frá Nóa Síríus á bilinu þrjú til fjögur þúsund krónur. Ljóst er að krakkarnir eru því að spara sér töluverðar fjárhæðir ef litið er til þess að þau munu aldrei þurfa að leggja út fyrir egginu.

Aðspurður hvort til standi að bjóða aftur upp á sambærilegan vinning segir hann það ekki útilokað. „Þetta væri örugglega mjög eftirsóknarvert en við höfum að minnsta kosti ekki gert það síðan og höfðum ekki gert það áður,“ segir Kristján

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK