Styrkja rannsóknir á súrnun sjávar

Hrönn Egilsdóttir og Karen Kjartansdóttir.
Hrönn Egilsdóttir og Karen Kjartansdóttir. Ljósmynd/SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tilkynntu í á Grænum dögum, sem haldnir voru í vikunni af nemum í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, að þau myndu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði til að leggja stund á rannsóknir sínar næstu þrjú ár.

Þessu greinir frá á vef SFS en þar segir að Hrönn sé frumkvöðull í rannsóknum á súrnun sjávar við strendur Íslands og að hún hafi unnið ötullega að því að vekja almenning til vitundar um mikilvægi umhverfisrannsókna á hafinu. Það var Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi samtakanna sem tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða.

Hrönn sagði það mikið gleðiefni hve mikil vakning hefði orðið meðal atvinnugreinarinnar á umhverfsimálefnum. 

„Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismála fyrir fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir engnn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda. Ég þakka SFS innilega fyrir að styrkja mig til áframhaldandi rannsókna á sviði súrnunar sjávar við Ísland og sé fram á farsæla samvinnu á næstu árum,“ sagði Hrönn.

Þess má geta að á stofnfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðið haust hlaut Hrönn hvatningarverðlaun fyrir störf sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK