Liður í endurfjármögnun CCP

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP.

CCP hefur ákveðið að nýta sér rétt til innköllunar á skuldabréf að upphæð tuttugu milljónir dollara. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að þetta væri liður í endurfjármögnun fyrirtækisins, en til viðbótar við skuldabréfin verður lán að upphæð 5,4 milljónir dollara einnig endurfjármagnað.

Sigurður sagði að endurfjármögnunin væri unnin í samstarfi við Arion banka og að umtalsvert betri vaxtakjör hefðu boðist sem varð til þess að ákvörðun var tekin um endurfjármögnunina. 

CCP mun greiða bréfin í samræmi við skilmála skuldabréfaflokksins þar sem skuldabréfaeigendur hafa þrjátíu daga frá tilkynningu um innköllun til að tilkynna hvort þeir nýti sér breytirétt. Bréfin, sem eru skráð í Nasdaq OMX Iceland hf., verða afskráð að lokinni innköllun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK