Sendiherrar tóku á móti jómfrúarflugi WOW air

Jómfrúarflug WOW air til Norður-Ameríku lenti á Boston flugvelli í gærkvöldi. Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tóku á móti farþegum vélarinnar við komu hennar til Boston.

WOW air mun fljúga til Boston sex sinnum í viku allan ársins hring.  Flugfélagið mun svo einnig hefja flug til Washington, D.C. þann 8. maí næstkomandi en flogið verður þangað fimm sinnum í viku, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK