Misráðið að fjölga seðlabankastjórum

Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics.
Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics. mbl.is/Rósa Braga

Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, segir það misráðið að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Aðeins eigi að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans.

Nefnd sem fjármálaráðherra skipaði í fyrra til að endurskoða lögin um Seðlabanka Íslands hefur lagt til að seðlabankastjórum verði fjölgað í þrjá. Nefndin skilaði nýlega áfangaskýrslu og drögum að frumvarpi þar sem þetta er meðal annars lagt til.

Rökin eru þau að seðlabankastjórnir nær allra þróaðra ríkja séu fjölskipaðar. Fátt mæli með því að fela einstökum sjálfstæðum embættismanni svo mikil völd yfir hagkerfi þjóðar.

Í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Jón Daníelsson að skýrslan væri alls ekki nógu vönduð. Hann benti meðal annars á að alls staðar í stjórnkerfinu og atvinnulífinu væri gert ráð fyrir einum forystumanni eða leiðtoga.

Það væri til að mynda fáránlegt ef Alþingi setti lög um þrjá skipstjóra. „Það væri sambærilegt þessu. Það eru held ég allir sammála um að það væri fáranlegt að setja þrjá skipstjóra í stað eins,“ sagði Jón. Er það mat hans að einungis ætti að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans. Síðan væri vel hægt að skilgreina betur valdahlutfall þeirra á milli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK