Hætt við samruna

Mr Bricolage
Mr Bricolage Af vef Wikipedia

Ekkert verður af yfirtöku Kingfisher, stærsta byggingarvörufyrirtæki Evrópu og fanska keppinautsins Mr Bricolage.

Kingfisher, sem meðal annars á byggingarvörufyrirtækin Castorama og Brico Depot , sem og breska fyrirtækið B&Q, segir í tilkynningu að einn helsti hluthafinn í Mr Bricolage, ANPF, hafi lýst yfir andstöðu sinni við yfirtökuna. Kingfisher hafði gefið hluthöfum frest til 31. mars til þess að svara tilboðinu. 

Kingfisher hefur því frá tilboðinu sem fyrirtækið greindi frá fyrir ári síðan. Tilboðið var metið á 275 milljónir evra. Í júlí í fyrra gerðu fyrirtækin samkomulag um sameiningu með fyrirvara um samþykki hluthafa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK