Seldu í Reitum fyrir 6,4 milljarða

Reitir
Reitir

Alls óskuðu 3.600 fjárfestar eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 25,5 milljarða króna þegar Arion banki setti 13,25% hlut í Reitum í sölu. 

Bankinn bauð til sölu 100 milljónir hluta í félaginu sem jafngilda 13,25% hlutafjár, en nú liggur fyrir að 3,31% hlutafjár verða seld á genginu 63,5 krónur á hlut í tilboðsbók A (þar sem mögulegt verðbil var 55,5-63,5) og 9,94% seld á genginu 64,0 í tilboðsbók B (þar sem lágmarksgengi var 55,5). Heildarsöluandvirði útboðsins nemur því tæplega 6,4 milljörðum króna og vegið meðalgengi 63,875 krónur á hlut. Markaðsvirði alls hlutafjár í Reitum er rúmlega 48 milljarðar króna þegar miðað er við niðurstöðu útboðsins, segir í fréttatilkynningu.

„Í ljósi mikillar þátttöku verður hámarksúthlutun til hvers fjárfestis í tilboðsbók A um 520 þúsund krónur að kaupverði. Áskriftir fyrir allt að 500 þúsund krónum verða ekki skertar. Áskriftir sem bárust á verði yfir genginu 64,0 krónur á hlut í tilboðsbók B verða óskertar en áskriftir sem bárust á því gengi verða skornar niður hlutfallslega og nemur heildarskerðing þeirra um 650 milljónum króna,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK