Bestu aprílgöbb síðustu ára

Góð spaghettí uppskera í Sviss.
Góð spaghettí uppskera í Sviss.

Vafalaust hafa einhverjir látið blekkjast í dag. Hvort sem grínið hafi verið á vegum miskunnarlausra vina og vandamanna eða fyrirtækja. Tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir tuttugu bestu aprílgöbbin á vegum fyrirtækja á síðustu árum. Hér eru nokkur þeirra.

1955 - Contra Polar Orka frá Popular Electronics. Fyrirtækið birti grein um nýja raforku sem kallaðist contra-polar. Hún átti að láta rafmagnstæki gera andstæðuna við það sem þau eiga að gera. T.d. ef henni yrði komið í samband við venjulegan lampa myndi hann kasta frá sér dimmu í stað ljóss. Eins yrði straujárn, og önnur rafmagnstæki sem eiga að vera sjóðandi heit, ísköld við notkunina.

1957 - Spaghettí uppskera frá BBC. Sjónvarpsstöðin BBC birti frétt þess efnis að sökum óvenjulegrar veðráttu í Sviss hefðu bændur þar í landi notið heldur óvenjulegrar og góðrar spaghettíuppskeru. BBC sýndi myndband þar sem bændur sáust toga spaghettílengjur niður úr trjánum. Fjölmargir létu blekkjast og höfðu samband við sjónvarpsstöðina og leituðu eftir leiðbeiningum um hvernig mætti rækta pastað. BBC benti fólki á að setja spaghettí í dós af tómatsósu og vona það besta.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/tVo_wkxH9dU" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

1962 - Litasjónvarp frá ríkissjónvarpi Svíþjóðar. Í sjónvarpinu var kynnt ný tækni sem átti að gera áhorfendum kleift að breyta svarthvítu sjónvarpi í litasjónvarp. Það eina sem áhorfendur þyrftu að gera væri að toga nælonsokk yfir sjónvarpið og litirnir myndu birtast. Þúsundir létu blekkjast.

1983 - Vatnsheld topplúga frá BMW. Bifreiðaframleiðandinn BMW kynnti nýjan bíl þar sem hægt væri að hafa topplúguna opna í rigningu og jafnvel þegar keyrt væri í gegnum bílaþvottastöð. Sérstök tækni átti að blása rigningunni frá bílstjóranum.

1992 - Velkomin til Chicago. Stjórnendur flugvallarins í Los Angeles létu búa til risavaxinn gulan borða með áletruninni „Velkomin til Chigaco“ og strengdu við flugbrautina þar sem flugvélar komu í aðflugi. Farþegar hafa eflaust fengið hnút í magann er þeir litu út um gluggann og töldu sig lenta í rangri borg.

1998 - Hamborgari fyrir örvhenta frá Burger King. Skyndibitakeðjan Burger King kynnti nýjan Whopper hamborgara sem átti að vera sérhannaður fyrir örvhenta viðskiptavini. Í auglýsingum sagði að öllu áleggi í hamborgaranum hefði verið snúið þannig að meginþyngdin væri vinstra megin. Átti það að draga úr því að örvhentir væru að missa matinn niður á sig.

2013 - Kaup á sérhljóða frá Twitter. Twitter tilkynnti þann 1. apríl 2013 að þjónustunni yrði skipt upp í tvo hluta. Önnur þjónustan yrði ókeypis og myndi nefnast „Twttr“ en þar væri ekki hægt að nota sérhljóða. Hin myndi áfram heita „Twitter“ þar sem allir stafir væru í boði en áskriftin kostaði hins vegar 5 dollara á mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu að þetta ætti að hvetja fólk til skilvirkari samskipta.

Borðinn var strengdur við flugbrautina.
Borðinn var strengdur við flugbrautina.
Aprílgabb hjá Twitter
Aprílgabb hjá Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK