Coke á nítján veitingastaði Foodco

Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells og Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri FoodCo, …
Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells og Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri FoodCo, ásamt rekstrarstjórum veitingastaða FoodCo.

FoodCo, sem rekur Eldsmiðjuna, Saffran, American Style, Pítuna, Aktu Taktu og Greifann á Akureyr, hefur samið við Vífilfell um sölu á drykkjarvörum. Samningurinn gildir til ársins 2020 og nær einnig til bjórs úr bruggverksmiðju Víkings á Akureyri.

Samningurinn var undirritaður á dögunum á American Style á Bíldshöfða og fögnuðu Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells, og Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri og einn eigenda FoodCo,

„Þessi samningur er mjög mikilvægur fyrir okkur enda rekur FoodCo nítján vinsæla staði undir nöfnum sex veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Það er mikil samkeppni um samstarf við fyrirtæki í slíkum þyngdarflokki. Við seljum marga vinsælustu drykki landsins, hvort sem um er að ræða Coke eða Víking, og erum ánægð að viðskiptavinum þessara staða standi nú þessir drykkir, ásamt fjölda öðrum, til boða,“ er haft eftir Carlos Cruz, forstjóra Vífilfells, í tilkynningu.

„Við hjá FoodCo erum virkilega ánægð með þennan mikilvæga samning. Við höfum átt afar farsælt og gott samstarf við Vífilfell í gegnum árin og þessi samningur mun tryggja áframhald á því næstu fimm árin,“ er jafnframt haft eftir Jóhanni Erni Þórarinssyni, forstjóri og eins eigenda FoodCo. „Viðskiptavinir á okkar stöðum munu því áfram njóta þeirra geysivinsælu drykkja sem Vífilfell hefur uppá að bjóða, hvort sem það eru gosdrykkir, bjór eða léttvín.  Helst ber þó að nefna hið klassíska Coke sem er orðið órjúfanlegur hluti af góðri upplifun viðskiptavina okkar - og gerir góðan mat enn betri,“ er haft eftir Jóhanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK