Hard Rock aftur til Íslands?

Hard Rock á Íslandi var lokað árið 2005.
Hard Rock á Íslandi var lokað árið 2005. Mynd af Wikipedia

Á heimasíðu Hard Rock Café er Ísland sveipað appelsínugulum lit, sem þýðir að Hard Rock sé að leita eftir einhverjum til þess að sjá um rekstur veitingahússins hér á landi. Þegar smellt er á landið má sjá að Reykjavík er staðurinn þar sem þeir vilja opna. Áhugasamir geta sótt um á heimasíðunni.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Hard Rock sett sig í samband við aðila á Íslandi sem ekki hafa tekið boðinu. 

Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá árinu 1987 en það var veitingamaðurinn Tómas Tómasson sem opnaði staðinn á sínum tíma. Gaumur hf, eignarhaldsfélag Bónus-feðga, keypti Hard Rock á árið 1999 og átti staðinn þar til honum var lokað hinn 31. maí 2005.

Í dag eru 145 Hard Rock veitingastaðir í 59 löndum auk 21 hótels og tíu spilavíta.

Hard Rock leitar eftir einhverjum til þess að opna veitingahús …
Hard Rock leitar eftir einhverjum til þess að opna veitingahús á Íslandi. Mynd af heimasíðu Hard Rock
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK