Tekjulágir eyða stórfé í lokaballið

Lokaballið er stór viðburður í lífi bandarískra unglinga.
Lokaballið er stór viðburður í lífi bandarískra unglinga. Mynd af Wikipedia

Tekjulágir ætla að eyða um fimm prósent meira af heildarlaunum sínum í lokaballið svokallaða sem haldið er í menntaskólum í Bandaríkjunum (e. prom).

Í könnun sem greiðslukortafyrirtækið Visa lét framkvæma koma fram að fjölskyldur sem þéna minna en 25 þúsund dollara á ári, eða 3,4 milljónir íslenskra króna, ætla að eyða að meðaltali um 1.393 dollurum í lokaballið, eða um 190 þúsund íslenskum krónum. Þeir sem þéna hins vegar yfir 50 þúsund dollara á ári, eða 6,9 milljónir, ætla að eyða um 799 dollurum, eða 110 þúsund krónum að meðaltali.

Opinber fátæktarmörk í Bandaríkjunum á árinu 2014 voru árslaun er nema 24.250 dollurum fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Í þessari upphæð er allt sem tengist ballinu innifalið; miði, föt, leiga á limmósíu, blóm, myndataka, matur, gisting ásamt kostnaði sem tengist eftirpartíinu.

Niðurstaðan var svipuð á árunum 2012 og 2013, þ.e. þá ætluðu þeir tekjuminni einnig að eyða meira í lokaballið en á síðasta ári og á árinu 2011 eyddu þeir tekjuhærri meira í ballið.

Þrátt fyrir að stórfé sé varið í gleðskapinn hefur meðaleyðslan lækkað um sex prósent frá fyrra ári.

CNN Money greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK