Hagnaður dróst saman um 27 milljónir

Jim Smart

Hagnaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga dróst töluvert saman milli ára og nam rúmum 8 milljónum króna eftir skatta miðað við 35 milljónir á árinu 2013. Eigið fé í árslok var 434 milljónir króna.

Í tilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að virðisrýrnun útlána skýri að mestu lakari afkomu Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 12,41%. Fjármálaeftirlitið hefur metið eiginfjárþörf sparisjóðsins 12,17%.

Stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var þá öll endurkjörin á aðalfundi sjóðsins hinn 20. apríl sl. Sparisjóðsstjóri er Anna Karen Arnarsdóttir. 

Fækkun leiðir til samvinnu

Sparisjóðurinn hefur jafnan stutt mikilvæg verkefni í héraði eftir aðstæðum hverju sinni en á aðalfundinum var verkefninu „Uppbygging við Goðafoss“ veittur 500.000 kóna styrkur styrkur. Sömuleiðis var kvikmyndinni Hrútar veittur 500.000 króna styrkur en sú mynd er tekin upp í Bárðardal og einnig koma heimamenn töluvert við sögu sem leikarar í myndinni.

Fram kom í ræðu formanns Ara Teitssonar að sparisjóðirnir hafa enn mikilvægt hlutverk sem bakhjarl mannlífs og atvinnulífs víða á landsbyggðinni, ekki síst vegna staðbundinnar þekkingar og nálægðar við íbúana. Fækkun sparisjóða mun leiða til aukinnar samvinnu þeirra. Formaður taldi góðar horfur varðandi atvinnuuppbyggingu í héraði og væru þar sóknarfæri fyrir sparisjóðinn.

Sjóðurinn starfrækir þrjár afgreiðslur, í Reykjahlíð, á Laugum og á Húsavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK