Dunk­in' Donuts til Noregs

Dunk­in' Donuts hyggur á frekari innrás á Norðurlöndin þar sem kaffihúsakeðjan ætlar að opna tuttugu til þrjátíu staði í Noregi á næstu fimm til sjö árum. 

Norska viðskiptablaðið E24 greinir frá þessu. Þetta eru enn fleiri staðir en fyrirtækið hyggst opna á Íslandi en líkt og greint hefur verið frá mun Dunk­in´ Donuts opna sextán staði á næstu fimm árum. Flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu. 

Dunk­in' Donuts verður í verslunum 10-11 en Dranga­sker ehf., dótt­ur­fé­lag 10-11, er með sérleyfissamning við fyrirtækið

Veit­ingastaðir Dunk­in' Donuts eru í dag 11.300 tals­ins í 36 lönd­um víða um heim. Höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Cant­on, Massachusetts og er Dunk­in' Donuts hluti af Dunk­in' Brands Group, Inc. Fyrirtækið var stofnað árið 1950 og er leiðandi á markaði í heit­um og köld­um kaffi­drykkj­um, kleinu­hringj­um, beygl­um og möff­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK