Heilbrigðari en fyrir hrun

Hlutabréfamarkaðurinn er ólíkur þeim sem var fyrir hrun
Hlutabréfamarkaðurinn er ólíkur þeim sem var fyrir hrun Þórður Arnar Þórðarson

Velta á hlutabréfamarkaðnum hefur ekki aukist í samræmi við stækkun hans en ef litið er til þriggja fyrstu mánaða ársins má sjá að hlutfallsleg velt a hefur dregist saman. 

Þetta kemur fram í morgunkorni Greiningar Íslandsbanka þar sem bent er á að þetta eigi þó ekki að koma á óvart þar sem þau félög sem eru nýskráð á árinu hafi að töluverðu leiti verið komin í nokkuð endanlegt eignarhald. Veltuþrýstingurinn hafi því verið lítill.

Ein stór viðskipti hafa þó átt sér stað, þ.e. þegar Landsbankinn minnkaði eignarhluta sinn í Reitum. Talið er líklegt að fjármálafyrirtæki í eigendahópnum muni áfram minnka eignarhluta sinn.

Arðgreiðslur hafa verið verulegar á árinu og alls gæti lokafjárhæðin vegna arðgreiðslna og endurkaupa numið um 24 til 27 milljörðum króna. Arðgreiðslurnar eru þó ekki taldar til þess fallnar að valda kaupþrýstingi og talið er að markaðurinn verði í ágætis jafnvægi.

Lítill vöxtur

Greiningardeildin segir að hlutabréfamarkaðurinn sé ólíkur þeim sem var fyrir hrun og er helsta  breytingin talin vera að hluti þeirra félaga sem skráð eru á markað eru að vaxa lítið og ekki í útrás. Þá eru skráð innlend félög því sem næst öll arðgreiðslufélög sem greiða töluverðan hluta hagnaðar síns út í formi arð.

Spákaupmenn eru þá minna sýnilegir á innlendum hlutabréfamarkaði sem bendir til þess að fjárfestar kaupi hlutabréf meira sem langtímafjárfestingu.

„Í það heila virðist hinn stækkandi markaður vera mun stöðugri en sá markaður sem við sáum fyrir hrun. Ákveðið heilbrigðis merki er einnig að sjá í því að félögin greiði arð fremur en að leita að mis heppilegum fjárfestingartækifærum. Hvort breyting verður þar á við opnun gjaldeyrishafta verður tíminn að leiða í ljós,“ segir í Morgunkorninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK