Kjarnafæði gerir tilboð í Norðlenska

Sameining hefur verið til skoðunar af og til á undanförnum …
Sameining hefur verið til skoðunar af og til á undanförnum árum. Skapti Hallgrímsson

Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði hefur sent inn erindi til Búsældar um kaup á öllum hlutabréfum í Norðlenska. Þetta staðfestir Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, við Vikudag. Hann segir málið á byrjunarstigi og lítið sé hægt að segja um stöðuna eins og er.

Haft er eftir Gunnlaugi að sameining hafi verið til skoðunar af og til á undanförnum árum. Hingað til hafi það hins vegar ekki gengið upp.

„Núna eins og oft áður er staðan innan greinarinnar erfið. Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að þurfi að skoða af alvöru því innangreinar hagræði er það sem fyrst ber að sækja í til eflingar og frekari sóknar. En hvort af verður veit ég ekki á þessari stundu,“ er haft eftir Gunnlaugi.

Hluthafar Norðlenska eru rúmlega 520 talsins. Eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, keypti öll hlutabréf  Norðlenska fyrir 568 milljónir krónaárið 2007.

Líkt og greint hefur verið frá var Norðlenska gert upp með 48,1 millj­ón­a króna tapi árið 2014 samanborið við 138,4 millj­óna króna hagnaði árið 2013. Í afkomutilkynningu sagði að markaðsaðstæður hefðu verið erfiðar og sam­keppni mik­il í öll­um kjöt­grein­um.­ Mikilvægt væri því að hagræða í inn­lendri fram­leiðslu og vinna áfram að öfl­ugri vöruþróun og ný­sköp­un í grein­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK