Fleiri að kaupa sína fyrstu eign

Árið 2014 voru kaupsamningar samtals um 11.500 og þar af …
Árið 2014 voru kaupsamningar samtals um 11.500 og þar af var hlutfall þeirra sem voru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti 17,8%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlutfall þeirra sem kaupa sér íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn af heildarfjölda íbúðakaupenda á landinu öllu hefur hækkað úr rúmum 7,5% árið 2009 í 17,8% árið 2014. Tölur það sem af er þessu ári benda til þess að hlutfall fyrstukaupenda haldi áfram að hækka.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins. 

Þar segir að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hafi óskað eftir samantekt upplýsinga frá Þjóðskrá um kaupsamninga vegna íbúðakaupa á landinu öllu og hlutfall kaupsamninga þeirra sem voru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti af heildinni.

Upplýsingarnar taka til áranna 2008 – 2015 og eru sundurgreindar eftir landsvæðum. Þróunin er alls staðar svipuð. Íbúðakaupendum fjölgar ár frá ári og jafnframt hækkar stöðugt hlutfall þeirra af hópnum sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti.

Árið 2009 voru kaupsamningar á landinu öllu tæplega 6.000 og hlutfall fyrstukaupenda um 7,5%. Árið 2014 voru kaupsamningar samtals um 11.500 og þar af var hlutfall þeirra sem voru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti 17,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK