Gjaldþrot S-33 nam 1,3 milljörðum

Kröfurnar námu m 1,3 milljarði króna.
Kröfurnar námu m 1,3 milljarði króna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gjaldþrotaskiptum á félaginu S-33 var lokið hinn 16. mars síðastliðinn en kröfur í þrotabúið námu alls um 1.344 milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í þær. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag. Félagið átti eignina að Stórhöfða 33 og var nefnt eftir henni.

S-33 átti einnig fast­eigna­fé­lagið DV-24 en gjaldþrotaskiptum á félaginu var lokið í desember 2013. Kröfur í þrotabúið námu einnig 1.344 milljónum króna en ekkert fékkst greitt upp í þær. DV-24 átti eign­irn­ar á Dal­vegi 24 og 26.

S-33 var úrskurðað gjaldþrota hinn 4. mars 2011 og hefur skiptameðferðin því tekið um fjögur ár.

Nafni félagsins var síðar breytt yfir í ÁF-hús ehf., en það starfandi byggingarfyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK