Hrognin vottuð og kavíarinn kominn í sænskar verslanir

Grásleppa skorin í fiskvinnslunni hjá Drangi á Drangsnesi.
Grásleppa skorin í fiskvinnslunni hjá Drangi á Drangsnesi. Ljósmynd/Óskar

Grásleppukavíar framleiddur úr hrognum frá Íslandi er kominn í verslanir í Svíþjóð, en Ísland er eina landið þar sem grásleppuveiðar eru stundaðar og hefur hlotið vottun MSC, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Um er að ræða hrogn úr grásleppu sem veidd var í upphafi yfirstandandi vertíðar. Frakkar eru stærstu neytendur grásleppukavíars, en á eftir þeim koma Þjóðverjar og Svíar.

Sænskir neytendur geta því tekið gleði sína á ný og haldið áfram að kaupa grásleppukavíar. Mikil óvissa ríkti um áframhaldandi sölu í Svíþjóð því verslanir neituðu að eiga í viðskiptum með vöru sem væri á válista Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (WWF). Með vottuninni hefur þeirri hindrun verið rutt úr vegi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK