Snattbílaleiga á Höfðatorgi

Höfðatorg.
Höfðatorg. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Bílaleigan Snattbílar verður fyrsta bílaleigan sem býður til leigu bíla til skamms tíma og er meðal annars hugsuð fyrir þá sem hjóla í vinnuna. Frá þessu greinir á vef Viðskiptablaðsins, vb.is.

Í fréttinni segir að starfsfólk á Höfðatorgi muni fljótlega geta leigt bíl til afnota í klukkutíma í senn. Avis bílaleiga hefur í samstarfi við Höfðatorg ýtt úr vör nýjung á bílaleigumarkaði. Um er að ræða bílaleigu þar sem bílarnir eru geymdir í námunda við stóra vinnustaði þar sem starfsfólk getur leigt þá til skammtímaafnota.

<span>„Þetta er hugmynd sem hefur gefist vel erlendis en er verið að bjóða í fyrsta skipti á Íslandi,“ segir Ingigerður Einarsdóttir, markaðsstjóri Avis <a href="http://www.vb.is/eftirvinnu/116632/">í samtali við Viðskiptablaðið.</a></span>

<a href="http://www.vb.is/eftirvinnu/116632/">Nánar á vb.is</a>

„Þetta er hugmynd sem hefur gefist vel erlendis en er verið að bjóða í fyrsta skipti á Íslandi,“ segir Ingigerður Einarsdóttir, markaðsstjóri Avis. Starfsfólk Höfðatorgs mun geta pantað bíl á netinu, eða í gegnum app í símanum, auk þess sem bílarnir eru „opnaðir“ og þeim „lokað“ í gegnum sama app. Til þess að geta nýtt sér þjónustuna þarf að skrá sig í áskrift hjá Snattbílum, auk þess sem greitt er tímagjald á meðan bíll er í notkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK