Primera rannsóknin felld niður

Primera Air
Primera Air

Rannsókn Vinnumálastofnunar á flugfélaginu Primera Air hefur verið felld niður og ekkert verður aðhafst gegn félaginu að svo stöddu. Ástæðan er sú að flugfélagið fellur ekki undir gildissvið laga um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur þar sem félagið er ekki með flugrekstrarleyfi á Íslandi.

Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar. Hún segir að Vinnumálastofnun hafi safnað saman gögnum og átt fund með forsvarsmönnum Primera en að málið hafi hins vegar ekki gengið upp þar sem flugreksturinn er í öðru landi. Hún segir málið hafa verið flókið viðureignar og því hafi rannsóknin tekið nokkurn tíma. Stjórnendum Primera hefur verið tilkynnt um lok rannsóknarinnar. 

Sökuð um félagslegt undirboð

Málið var tekið upp eftir að Alþýðusamband Íslands afhenti Vinnumálastofnun gögn sem sýndu fram á brot þeirra gagnvart starfsfólki og hvatti stjórnvöld til þess að taka starfsemi flugfélagsins hér á landi til rækilegrar skoðunar og stöðva starfsemi þeirra.

Mbl hafði áður greint frá því að ís­lensk­um starfs­mönn­um flug­fé­lags­ins var sagt upp störf­um en grísk­ar flug­freyj­ur á veg­um starfs­manna­leigu á Gu­erns­ey voru ráðnar sem verk­tak­ar í staðinn. „Þær eru á lægri laun­um og þetta er bara fé­lags­legt und­ir­boð,“ sagði Krist­inn Örn Jó­hann­es­son, trúnaðarmaður VR hjá Pri­mera Air, á sínum tíma.

ASÍ sagði ráðningarsamninga Primera sýna að fé­lagið væri bæði að brjóta lög og grund­vall­ar­rétt­indi á starfs­fólk­inu.

ASÍ segir íslensk lög gilda

Í ág­úst stofnaði hið íslenska flugfélag Pri­mera Air nýtt ­fé­lag í Lett­landi sem ber nafnið Pri­mera Air Nordic. Var þá sagt að fjár­stýr­ing og eignaum­sjón yrði áfram á Íslandi en sölu­starf­semi í Dan­mörku. Síðar sagði Vinnumálastofnun í samtali við mbl að til stæði að flytja alla starfsemina til Lettlands.

ASÍ hef­ur bent á að sam­kvæmt lög­um um rétt­indi og skyld­ur er­lendra fyr­ir­tækja með tíma­bundna starfs­menn á Íslandi, eigi ís­lensk lög að gilda um rétt­ar­stöðu áhafn­ar­inn­ar. Um lág­marks­laun og lág­marks­kjör eigi sam­kvæmt því að fara eft­ir ís­lensk­um kjara­samn­ing­um og ís­lensk­um lög­um.

Frétt mbl.is: Geir­negl­ir starf­semi Pri­mera

Frétt mbl.is: Vilja að starf­semi Pri­mera verði stöðvuð

Frétt mbl.is: Skipt út fyr­ir ódýr­ara vinnu­afl

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK