Gæti komið MS vel í Bretlandi

„Víkingarnir komu með skyrið til landsins,“ segir í auglýsingu Arla.
„Víkingarnir komu með skyrið til landsins,“ segir í auglýsingu Arla. Skjáskot úr auglýsingu Arla

„Það getur vel verið að þessi auglýsing komi okkur vel. Þar sem við erum raunverulega með íslenska vöru,“ segir Jón Axel Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs MS, um skyrauglýsingar sænska fyrirtækisins Arla í Bretlandi, en MS hyggur á sókn þar í landi í sumar.

Auglýsingarnar hafa vakið nokkra athygli þar sem þær byggja á Íslandi og eru teknar upp hér á landi. Hins vegar er fyrirtækið sænskt og einn helsti samkeppnisaðili MS á Norðurlöndum. Skyrið er þá framleitt í Þýskalandi.

Jón segir MS ekki hafa rætt við forsvarsmenn Arla þótt hann hafi verið undrandi á nálguninni. „Við erum bara að skoða þessa hluti í rólegheitum og engar ákvarðanir hafa verið teknar,“ segir hann spurður að því hvort það standi til að ræða málið við Arla.

Milljarður í auglýsingarnar

Mjólkursamsalan er á leið með íslenska skyrið á breska markaðinn í sumar og mun í kjölfarið blása til sóknar. Jón Axel bendir á að Arla sé risi á markaðnum og um hundrað sinnum stærra fyrirtæki. Hann vísar til þess að Arla hafi varið fimm milljónum punda, eða um einum milljarði íslenskra króna, í auglýsingaherferðina. Það sé fjárhæð sem MS geti ómlöglega keppt við sökum stærðar.

„Breskir neytendur halda margir hverjir að þetta sé bara vara frá Íslandi. Það er leikurinn hjá Arla, þar sem almenningur gerir ef til vill ekki greinarmun á þessu.“

„Þeir eru sænskir. Af hverju nota þeir ekki það? Ímynd Íslands þykir bara töff núna og þeir ætla að nota sér það. Málið er líka fyrst og fremst að það eru margir innlendir aðilar hér á landi í ferðaþjónustu og víðar sem hafa unnið að því að byggja og fjárfesta í ímynd Íslands erlendis og Arla er að nýta sér það,“ segir hann.

„En þetta gæti í rauninni reynst okkar skyri ágætlega þegar það kemur á markað þar sem það verður sannarlega skyr frá Íslandi segir Jón Axel að lokum.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/UXSYOsc2zP8" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div> <iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5hLvJ5R9C9A" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK