McDonalds sakað um skattaundanskot

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú hvort hefja eigi rannsókn á skattamálum bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonalds en því hefur verið haldið fram að fyrirtækið hafi á milli áranna 2009 og 2013 ekki greitt ríflega einn milljarð evra í fyrirtækjaskatt.

Margrethe Vestager, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn ESB, segist vera að skoða ofangreindar ásakanir sem verkalýðsfélög hafa sett fram.

Félögin fullyrða að McDonalds hafi flutt tekjur, sem nema tæplega fjórum milljörðum evra, til dótturfyrirtækis í Lúxemborg, en þar starfa 13 manns. 

Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins, en þar kemur jafnframt fram að forsvarsmenn McDonalds hafni þessum ásökunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK