Leyfi fyrir fjárfestingum erlendis?

Sérfræðingar segir nauðsynlegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu sinni betur og …
Sérfræðingar segir nauðsynlegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu sinni betur og fái að fjárfesta erlendis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landssamtök lífeyrissjóða hafa átt í viðræðum við Seðlabankann um að lífeyrissjóðum verði veitt leyfi fyrir einhverjum fjárfestingum erlendis.

Slík heimild væri til þess fallin að koma til móts við sjónarmið um nauðsynlega áhættudreifingu og draga úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum sem geta fylgt því að lífeyrissjóðir fjárfesti eingöngu innanlands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Undanþágan er þá einnig sögð vera til þess fallin að draga úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóða þegar kemur að losun hafta.

Seðlabankinn hefur sýnt málinu skilning og tekið vel í þetta og eru nú taldar miklar líkur á að heimild verði veitt fyrir slíkri fjárfestingu seinni hluta þessa árs að því er segir í tilkynningunni.

Stórhveli í lítilli tjörn

Bent hefur verið á að uppsöfnuð fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna sé um 110 til 120 milljarðar króna um þessar mundir.

Í árs­lok 2013 áttu líf­eyr­is­sjóðirn­ir beint eða óbeint meira en 43% af skráðum ís­lensk­um hluta­fé­lög­um og allt að 57% hlut í ein­stök­um fé­lög­um. „Áfram­hald­andi vöxt­ur líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins án er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar verður til þess að sjóðirn­ir verða ekki leng­ur stór­ir fisk­ar í lít­illi tjörn held­ur stór­hveli sem geta ekki hreyfst án þess að hafa veru­leg áhrif á allt líf­ríki tjarn­ar­inn­ar,“ sagði í skýrsl­unni „Áhættu­dreif­ing eða ein­angr­un“ eft­ir Ásgeir Jóns­son og Hersi Sig­ur­geirs­son sem unn­in var fyr­ir landssamtökin fyrr á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK