Teljast ekki skattskyldar tekjur

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisskattstjóri gaf í gær út bindandi álit um skattskyldu vegna ófullnægðra krafna við lok slitameðferðar þrotabúa. Álitið kemur eftir að hann afturkallaði fyrra álit sitt um sama efni þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu.

Í álitinu segir að ekki sé hægt að  ekki sé um skattskyldar tekjur að ræða þegar skuldir fást ekki greiddar við gjaldþrot þegar svo háttar til að eignir búsins hafi ekki hrokkið til greiðslu á lýstum kröum. „Forsendurnar eru eins og raktar hafa verið annars vegar að ekki sé hægt að jafna ófullnægðum kröfum við almenna eða sértæka eftirgjöf skulda og hins vegar að saman fara lok á tilvist skattaðilans, þrotabúsins, og lyktir þeirra krafna sem ófullnægðar reynast við áritun skiptastjóra á frumvarpi til úthlutunar við lok gjaldþrotaskipta,“ segir í álitinu.

Sjá frétt mbl.is: Afturkalla álit um eftirgjöf skulda

Sjá frétt mbl.is: Eftirgjöf skulda mun bera 36% tekjuskatt

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK