Hefja sölu á hlut ríkisins í ABN Amro

Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands.
Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands. AFP

Hollenska ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að hefja söluferli á ríkisbankanum ABN Amro. Sjö ár eru liðin síðan bankinn var þjóðnýttur.

Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands, sagði að fyrst myndi ríkið selja um 20-30 prósent eignarhlut í bankanum, líklegast á seinasta fjórðungi ársins. Það tæki ríkið hins vegar nokkur ár að selja allan hlut sinn í honum.

ABN Amro er þriðji stærsti bankinn í Hollandi, á eftir ING og Rabobank, en hann er metinn á um fimmtán milljarða evra.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að um þessar mundir væri ró og traust ríkjandi á fjármálamörkuðum. Einnig væri töluverður áhugi fyrir hendi að kaupa hlut í bankanum.

Líklegt er talið að bankinn verði skráður á hlutabréfamarkað í Amsterdam.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK