Súpubílnum kastað á milli í borginni

Súpubílinn var á Skólavörðuholti á síðasta ári.
Súpubílinn var á Skólavörðuholti á síðasta ári. Mynd af Facebook síðu Farmers Soup

Jónína Gunnarsdóttir, eigandi Farmers Soup, hefur ekki fengið stæði fyrir súpubílinn í borginni. Eftir að mbl fjallaði um málið fór boltinn aðeins að rúlla og borgarfulltrúar vildu hjálpa henni og höfðu samband. Síðan hefur hins vegar lítið gerst og starfsmenn borgarinnar hafa kastað málinu sín á milli.

Síðasta sumar var Jónína með vagninn á Skólavörðuholti og seldi súpu úr bílnum við góðar undirtektir. Þegar hún ætlaði að sækja aftur um stæði fyrir sumarið var henni hins vegar tjáð að bílinn mætti ekki vera þar. Staðurinn væri nú einungis ætlaður vögnum.

Henni var þá bent á tvo aðra kosti; Vesturbugt og á móti Kolaportinu við Brim. Jónínu segist ekki lítast á þá staði. Bæði sé traffíkin minni og framkvæmdir eru á svæðinu. Þar að auki hafi hún auglýst súpubílinn á Skólavörðuholti.

Frétt mbl.is: Missir stæðið og selur vagninn

Jónína segir að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hafi haft samband og bent henni á að sækja um í Kvosinni. Samkvæmt skilmálum borgarinnar er ekki í boði að hafa bílinn þar en hún segist þó ætla að athuga hvort hægt sé að koma því í kring. „Ég má þó alls ekki fara upp á gangstéttina en ég ætla að skoða hvort ég megi vera þarna á götunni,“ segir hún. „Nema ég láti bara taka vélina úr bílnum þannig ég verði samkeppnishæf við aðra.“

Samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar mega bílar ekki vera uppi á gangstéttum eða torgum en hins vegar mega vagnar vera á þeim stöðum. Jónína segist hafa bent á að bílarnir séu að keyra með vagnana upp á gangstéttirnar og að bílarnir séu stundum hafðir til hliðar við vagninn á torgum. Það jafngildi því að vera með bíl á þessum svæðum.

Hún segir borgarfulltrúa hafa tekið undir þetta sjónarmið og viðurkennt að um undarlega reglu sé að ræða. 

Erfitt kerfi

Ef Jónína fær ekki stæði ætlar hún að losa sig við bílinn og segist helst vilja sjá hann fara út á land þar sem reglurnar eru ekki eins stífar. „Einhvers staðar þar sem bæjarfélagið er ekki jafn stíft og leyfir kannski einhverjar nýjungar,“ segir hún. „Þetta er ákaflega leiðinlegt vegna þess að ég var búin að fjárfesta í þessu og flestum fannst þetta skemmtilegt.“

„Þetta virðist vera svo erfitt kerfi í borginni. Það vita allir hversu fáránlegt þetta er, en samt er þessu haldið til streitu.“

Vagninn sem Jónína þarf kannski að selja.
Vagninn sem Jónína þarf kannski að selja. Af Facebooksíðu Farmers soup
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK