Ósáttir hluthafar í Deutsche Bank

AFP

Tæplega 40% hluthafa þýska bankans Deutsche Bank neituðu að lýsa yfir stuðningi við æðstu stjórnendur bankans á aðalfundi hans í seinustu viku.

Málið hefur vakið mikla athygli í fjármálaheiminum. Samkvæmt samþykktum í lögum bankans þarf hluthafafundur að greiða atkvæði um hvort eigi að staðfesta ákvarðanir stjórnenda yfir síðasta ár.

Yfirleitt samþykkir mikill meirihluti hluthafa ákvarðanirnar, 89% í fyrra, en annað kom á daginn í seinustu viku.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að stór hluti af hluthöfum bankans hafi áhyggjur af minni hagnaði, háum sektargreiðslum sem og áformum um endurskipulagningu bankans.

Lýstu margir hluthafar því yfir á fundinum að þeir bæru ekki lengur traust til yfirstjórnenda bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK