Risasamruni á sjónvarpsmarkaði

Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið Charter Communciations er nálægt því að ljúka samningum um kaup á Time Warner Cable fyrir um 55 milljarða dala, sem jafngildir um 7.292 milljörðum íslenskra króna.

Fyrirtækin eru þau stærstu á bandaríska kapalsjónvarpsmarkaðinum, að risanum Comcast undanskildum.

Fram kemur í frétt Reuters að Charter muni kaupa hvern hlut á 195 dali, þar af hundrað dali í reiðufé og afganginn sem hlutabréf. Er kaupverðið 13,9% yfir markaðsvirði Time Warner Cable eins og það var þegar markaðir lokuðu á föstudag.

Í seinasta mánuði hætti Comcast við að kaupa Time Warner Cable vegna þess að líklegt þótti að samruninn myndi brjóta í bága við bandarísk samkeppnislög. Tilboðsverðið var þá 45,2 milljarðar dala 

Charter er jafnframt að leggja lokahönd á kaup á Bright House Networks, sem er sjötta stærsta kapalsjónvarpsfyrirtækið í Bandaríkjunum. Kaupverðið er talið vera 10,4 milljarðar dala og verður líklegast tilkynnt formlega um kaupin í dag, þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK